Enski boltinn

„Liverpool getur unnið Meistaradeildina“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Klopp er með gott lið í höndunum.
Klopp er með gott lið í höndunum. vísir/getty
Þjóðverjinn Lothar Matthäus, fyrrverandi heimsmeistari í fótbolta, telur að Jürgen Klopp sé með lið í höndunum hjá Liverpool sem getur farið alla leið í Meistaradeildinni í ár og unnið keppnina.

Liverpool mætir Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Liverpool var afar sannfærandi á móti Porto í 16 lða úrslitunum.

Liverpool hefur ekki unnið Meistaradeildina síðan árið 2005 en Matthäus er á því að núverandi leikmannahópur sé nægilega góður til að fara alla leið.

„Liverpool óttast ekki Manchester City. Það sýndi fyrir nokkrum vikum að það getur unnið City-liðið,“ segir Matthäus. Sky Sports greinir frá.

„Liðið spilar góðan sóknarleik og það er að bæta varnarleikinn. Svona vinnur maður titla. Klopp hefur staðið sig mjög vel enda vissi ég að þetta samstarf hans og Liverpool yrði gott.“

„Það sést bara á úrslitunum. Liðið er búið að spila marga góða leiki og hann hefur keypt réttu leikmennina. Þetta er lið sem getur klárlega unnið Meistaradeildina eftir tvo mánuði í úrslitaleiknum í Kænugarði,“ segir Lothar Matthäus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×