Fótbolti

Usain Bolt æfði með Dortmund: „Þarf að koma upptökunni af mér á José Mourinho“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Usain Bolt reynir að sparka í bolta.
Usain Bolt reynir að sparka í bolta. vísir/getty

Usain Bolt, fljótasti maður sögunnar og heimsmethafi í 100 metra hlaupi, ætti líklega að halda sig við dagvinnuna miðað við hvernig honum gekk á reynslunni hjá Borussia Dortmund fyrir helgi.

Jamaíkumaðurinn fékk að æfa með Dortmund í tvo daga á meðan vináttuleikjafríið stendur yfir og var hluti af æfingunum sendur út beint á Youtube.

Bolt hefur margsinnis sagt að hann vilji spila fótbolta sem atvinnumaður og er draumur hans að spila fyrir Manchester United. Það er líklega ekki að fara gerast ef marka má orð Peter Stoger, þjálfara Dortmund.

„Þetta snýst allt um aðgerðir og hreyfingar en það sem skiptir mestu máli er að Bolt skemmti sér,“ sagði St oger við Daily Mirror eftir æfingadaga tvo.„Hann er hæfileikaríkur en ef hann vill spila fótbolta með bestu liðum heims þarf hann að bæta ansi mikið.“

„Skrokkurinn sem hann þarf í hina íþróttina sína er svo allt annar en sá sem hann þarf í fótbolta, en þetta var virkilega skemmtilegt. Það var gaman að hitta mann eins og Bolt og vinna með honum,“ sagði Peter Stoger.

Bolt hefur mikið dálæti á sjálfum sér og er fullur sjálfstraust. Ofan á það hefur hann svo mikinn og góðan húmor og sagði við breska ríkisútvarpið eftir seinni æfingadaginn: „Ég þarf að koma upptökunni af mér á José Mourinho.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.