Fótbolti

Martin Skrtel rotaðist og gleypti tunguna en hélt samt áfram leik | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Martin Skrtel liggur á vellinum eftir að rotast.
Martin Skrtel liggur á vellinum eftir að rotast. vísir/getty
Martin Skrtel, fyrrverandi miðvörður Liverpool, lenti í óhugnanlegu atviki í vináttulandsleik Slóvakíu og Taílands í gærkvöldi þegar að hann rotaðist og gleypti tunguna.

Skrtel fékk boltann í höfuðið á 27. mínútu með þeim afleiðingum að hann féll til jarðar, rotaður, en mikil skelfing greip um sig á vellinum þar sem miðvörðurinn, sem nú spilar með Fenerbache, lá hreyfingarlaus.

Ondrej Duda, samherji hans í slóvakíska landsliðinu, var fljótur til og togaði tunguna upp úr koki Skrtel áður en sjúkraliðið mætti svo á staðinn og hlúði að miðverðinum.

Það ótrúlega er, að eftir að vera borinn af velli rotaður og nýbúinn að gleypa eigin tungu sneri Skrtel aftur inn á völlinn og kláraði leikinn.

Þær fréttir bárust svo fjölmiðlum eftir leikinn að það væri í lagi með Skrtel en hann var rannsakaður af læknum slóvakíska landsliðsins eftir að leik lauk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×