Innlent

Flutningabíll þverar veginn um Kleifaheiði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Unnið er að því að koma bílnum af veginum.
Unnið er að því að koma bílnum af veginum. Vísir/Eyþór
Kleifaheiði hefur verið lokað tímabundið vegna flutningabíls sem þverar nú veginn. Engin slys urðu á fólki, að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum.

Vegagerðin birti tilkynningu um málið á vef sínum nú á fjórða tímanum í dag. Varðstjóri hjá lögreglunni á Vestfjörðum segir í samtali við Vísi að ökumaður hafi misst stjórn á bíl sínum rétt við minnisvarða sem gengur undir nafninu Kleifakall.

Ekki er vitað um frekari tildrög óhappsins en vegurinn um heiðina er þó almennt talinn afar erfiður yfirferðar og lélegur, að sögn varðstjóra. Unnið er að því að koma bílnum af veginum og verður heiðin lokuð áfram um óákveðinn tíma.

Á Vestfjörðum eru nú hálka eða hálkublettir á flestum fjallvegum en greiðfært á láglendi, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×