Fótbolti

Markalaust hjá U21 í Norður-Írlandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert er fyrirliði U21.
Albert er fyrirliði U21. vísir/anton
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri gerði markalaust jafntefli við Norður-Írland á útivelli í undankeppni fyrir EM 2019 sem haldið verður á Ítalíu og í San Marínó.

Samkvæmt Twitter-síðu KSÍ þá sóttu heimamenn meira en íslenska liðið lá til baka og beitti skyndisóknum. Íslenskt fékk sín færi en tókst ekki að nýta sér þau og lokaniðurstaðan 0-0.

Leikurinn í kvöld var nokkuð mikilvægur upp á framhaldið. Með sigri hefð Ísland verið einungis stigi frá Norður-Írlandi í öðru sætinu en Ísland er nú í fjórða sætinu með átta stig.

Ísland á þó leik til góða á Norður-Íra en Slóvakar eru í þriðja sætinu með níu stig. Ísland spilar næst gegn Eistlandi í september en liðið á fjóra heimaleiki eftir í riðlinum svo möguleikarnir eru klárlega til staðar.

Byrjunarlið Íslands:

Sindri Kristinn Ólafsson

Felix Örn Friðriksson

Hans Viktor Guðmundsson

Alfons Sampsted

Samúel Kári Friðjónsson

Júlíus Magnússon

Tryggvi Hrafn Haraldsson

Albert Guðmundsson, fyrirliði

Óttar Magnús Karlsson

(’78, Stefán Alexander Ljubicic)

Mikael Neville Anderson

(’87, Guðmundur Andri Tryggvason)

Torfi Tímoteus Gunnarsson

Staðan í riðlinum:

Spánn 15 (5 leikir búnir)

Norður-Írland 11 (7 leikir búnir)

Slóvakía 9 (6 leikir búnir)

Ísland 8 (6 leikir búnir)

Albanía 6 (6 leikir búnir)

Eistland 1 (6 leikir búnir)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×