Innlent

Framboðslisti Beinnar leiðar í Reykjanesbæ samþykktur

Sylvía Hall skrifar
Guðbrandur Einarsson leiðir lista Beinnar leiðar í Reykjanesbæ.
Guðbrandur Einarsson leiðir lista Beinnar leiðar í Reykjanesbæ. Mynd/Bein leið
Bein leið hefur samþykkt framboðslista sinn til sveitarstjórnarkosninga í Reykjanesbæ 2018. Núverandi bæjarfulltrúar flokksins, Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar og Kolbrún Jóna Pétursdóttir, bæjarfulltrúi, leiða listann. Þriðja sætið skipar Valgerður Björk Pálsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur.

„Bein leið bauð fram í fyrsta sinn í síðustu kosningum og fékk kjörna tvo fulltrúa sem hafa tekið þátt í farsælu meirihlutasamstarfi síðastliðin fjögur ár.“ segir í tilkynningu frá framboðinu.

Listann skipa eftirtaldir einstaklingar:

  1. Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar
  2. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, bæjarfulltrúi og lögfræðingur
  3. Valgerður Björk Pálsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur
  4. Birgir Már Bragason, málari
  5. Helga María Finnbjörnsdóttir, viðskiptafræðingur og kennari
  6. Kristján Jóhannsson, leigubílstjóri og leiðsögumaður
  7. Halldór Rósmundur Guðjónsson, lögfræðingur
  8. Lovísa N. Hafsteinsdóttir, námsráðgjafi
  9. Ríta Kristín Haraldsdóttir Brigge, nemi
  10. Kristín Gyða Njálsdóttir, tryggingaráðgjafi
  11. Katarzyna Þóra Matysek, kennari
  12. Davíð Örn Óskarsson, verkefnastjóri
  13. Hrafn Ásgeirsson, lögregluþjónn
  14. Sólmundur Friðriksson, kennari
  15. Hannes Friðriksson, innanhúsarkitekt
  16. Una María Unnarsdóttir, flugfreyja og nemi
  17. Baldvin Lárus Sigurbjartsson, afgreiðslustjóri
  18. Freydís Kneif Kolbeinsdóttir, grunnskólakennari
  19. Tóbías Brynleifsson, fyrrverandi sölumaður
  20. Sossa Björnsdóttir, myndlistarmaður
  21. Einar Magnússon, tannlæknir
  22. Hulda Björk Þorkelsdóttir, verkefnastjóri
 

Sveitarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí. Framboð geta sent upplýsingar um lista ásamt mynd á ritstjorn@visir.is.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×