Handbolti

Löwen jók forystuna á toppnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Valur í leik með Ljónunum en hann skoraði níu í kvöld.
Guðjón Valur í leik með Ljónunum en hann skoraði níu í kvöld. vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen er nú með fjögurra stiga forskot á Füchse Berlín í þýsku úrvalsdeildinni eftir að Ljónin unnu þrettán marka sigur, 36-23, á Hüttenberg.

Löwen voru í stuði í kvöld og leiddu með ellefu mörkum í hálfleik, 20-9. Þeir gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og unnu að lokum með þrettán mörkum og skoruðu 36 gegn 26 mörkum Hüttenberg.

Ljónin eru á toppnum með 44 stig, fjórum stigum á undan Füchse. Hüttenberg er í bullandi fallbaráttu, með tíu stig í næst neðsta sæti, stigi fyrir ofan Friesenheim sem situr á botininum. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði níu mörk og Alexander Petersson þrjú.

Füchse tapaði mikilvægum stigum er liðið gerði jafntefli, 24-24, við TVB 1898 Stuttgart. Stuttgart var fimm mörkum yfir í hléi, 17-12, en Berlínarliðið náði að snúa leiknum sér í vil. Það var svo fimm sekúndum fyrir leikslok sem Stuttgart jafnaði og 24-24 lokaniðurstaðan.

Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk fyrir Füchse sem er í öðru sætinu, með 40 stig, jafn mörg stig og Flensburg sem er sæti neðar.

Alfreð Gíslason og lærisveinar í Kiel eru í sjötta sætinu með 37 stig eftir sex marka sigur, 29-23, á VfL Gummersbach á heimavelli. Marko Vujin og Steffen Weinhold gerðu fimm mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×