Íslenski boltinn

Tvö mörk í uppbótartíma tryggðu Keflavík sigur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jeppe var á skotskónum í kvöld.
Jeppe var á skotskónum í kvöld. vísir/anton
Keflavík vann dramatískan sigur á Haukum í riðli 4 í A-deild Lengjubikarsins í Reykjaneshöllinni í dag.

Það var markalaust eftir fyrri hálfleikinn en fór að draga til tíðinda í seinni hálfleik. Einar Orri Einarsson kom Keflvíkingum yfir eftir 51. mínútu en Ísak Jónsson jafnaði leikinn fyrir Keflavík á 71. mínútu.

Allt útlit var fyrir 1-1 jafntefli þangað til Keflvíkingar settu tvö mörk í uppbótartíma og tryggðu sér sigurinn. Ísak Óli Ólafsson kom Keflavík yfir á annari mínútu uppbótartímans og Jeppe Hansen skoraði aðeins mínútu seinna.

Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur á Víkingi Ólafsvík í Kórnum í sama riðli.

Stjörnumenn komust yfir strax eftir 12 mínútna leik og bættu við öðru marki sínu undir lok fyrri hálfleiks. Sigurinn var svo gulltryggður með loka markinu í upphafi seinni hálfleiks.

Stjarnan er á toppi riðils 3 með níu stig eftir fjóra leiki. Næstir eru Keflvíkingar með sjö stig. Fjölnir og Víkingur Ó eru með fjögur stig en Fjölnismenn leika við botnlið Leiknis R. í Egilshöll seinna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×