Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fulltrúi útlagastjórnar Kúrda í Bretlandi segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að lík Hauks Hilmarssonar sé ennþá í þorpinu þar sem hann féll í Afrin héraði í Sýrlandi. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum okkar kl. 18:30.

Í fréttatímanum verður einnig rætt við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra sem boðar stóraukin útgjöld til vegamála með fjármagni sem fæst með arðgreiðslum frá bönkunum og með sölu á eignarhlut ríkisins í þeim. Þá fjöllum við um fasteignamarkaðinn en sérfræðingur Landsbankans segir að búast megi við að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækki um átta til níu prósent á ári á næstu árum.

Við verðum líka á ferðinni í Grímsey en raunverulega hætta er á því að íbúabyggð í eynni leggist af haldi íbúum áfram að fækka og byggðakvóti verði skorinn frekar niður. Þá hittum við Sýrlendinga sem settust að á Selfossi síðasta haust en þeir hafa á stuttum tíma náð eftirtektarverðum árangri í íslenskunámi fyrir útlendinga á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×