Beint af tískupallinum til Jennifer Lopez

11. mars 2018
skrifar

Söng-og leikkonan Jennifer Lopez fékk hraðsendingu á nýjustu haust-og vetrarlínu Versace tískuhússins en hún klæddist fatnaði sem var frumsýndur fyrir stuttu síðan á tískuvikunni í Mílanó þegar hún kynnti nýjasta lag sitt fyrir aðdáendum á Instagram. 

Lopez klæddist stuttermabol með lógó ítalska tískuhússins og marglitu pilsi en Versace lítur aftur til fortíðar í þessari fatalínu þar sem mikið er um liti, lógó og kvenleg snið. Lógómanían er ekki að fara neitt í bráð en ef marka má Versace er köflótt líka að verða alveg málið. 


Sagði einhver Clueless?