Innlent

Eldur í bílskúr í Mosfellsbæ

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi við Súluhöfða.
Frá vettvangi við Súluhöfða. Vísir/jóhann
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út nú á níunda tímanum í morgun vegna elds í bílskúr við Súluhöfða í Mosfellsbæ. Bílskúrinn er áfastur húsi við götuna.

Samkvæmt fréttamanni Stöðvar 2 sem er á vettvangi er nú einn slökkviliðsbíll að störfum en annar bíll sem sinnti útkallinu einnig er farinn af vettvangi.

Búið er að slökkva eldinn og er verið að reykræsta.

Að sögn Þóris Steinarssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu, er talið líklegt að eldsupptök séu í rafmagni. Húsið var mannlaust þegar eldsins varð vart og slasaðist enginn.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 9:39.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×