Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Umferð í Reykjavík jókst um átta prósent á síðasta ári og segir sérfræðingur hjá heilbrigðiseftirlitinu að mengun hafi aukist samhliða því. Börn og aðrir viðkvæmir voru í dag í fjórða sinn á einni viku beðnir að forðast útivist við umferðargötur vegna svifriks og mengunar, en nánar verður fjallaðum þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þá skoðum við nýjar tölur um fjölda umferðarslysa, en tæplega tvö hundruð og fimmtíu erlendir ferðamenn létust eða slösuðust í umferðinni hér á landi í fyrra.

Við heimsækjum líka Ásbrú, en íslenska ríkið hefur hagnast um ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og loks hittum við sjöttu bekkinga sem segja nauðsynlegt að draga verulega úr matarsóun.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×