Fótbolti

Gríski boltinn í frí eftir að byssuóði forsetinn rauk inn á völlinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá vopnaðan Savvidis inn á vellinum.
Hér má sjá vopnaðan Savvidis inn á vellinum. vísir/getty
Íþróttamálaráðherra Grikklands hefur fyrirskipað tímabundið hlé á efstu deild þar í landi í kjölfar þess að forseti PAOK Salonika mætti vopnaður inn á völlinn á sunnudag.

Forsetinn, Ivan Savvidis, var með skammbyssu í beltinu og ætlaði sér að taka dómara leiksins í gegn þar sem mark var dæmt af hans liði á lokamínútum leiksins. Andstæðingar PAOK í leiknum, AEK, hlupu skelfingu lostnir af vellinum er þeir sáu forsetann vopnaða.

Þessi uppákoma var tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi í gær og eftir samráð við forsætisráðherra hefur íþróttamálaráðherrann ákveðið að gera tímabundið hlé aá deildinni.

Ekki verður byrjað að spila á ný fyrr en búið er að semja nýjar reglur er varðar umgjörð, öryggi leikmanna og aðgengi annarra en leikmanna og þjálfara að vellinum

FIFA hefur hótað að henda Grikkjum úr sambandinu ef ekki verði tekið fast á þessari ótrúlegu uppákomu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×