Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Andlegri heilsu ungs fólks á Íslandi hefur hrakað á undanförnum árum og sífellt fleiri upplifa einmanaleika og óhamingju. Verkefnastjóri hjá Landlækni segir að aukin notkun samfélagmiðla geti skýrt þetta að vissu leyti en þar megi oft finna glansmyndir sem búi til óraunhæfar væntingar hjá ungu fólki. Þetta verður skoðað nánar í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þá fjöllum við um andstöðu sem áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta á landsbyggðinni og heimsækjum það sem gæti verið litskrúðugasta fyrirtæki landsins. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×