Fótbolti

Mörg stig í boði fyrir stökk á FIFA-listanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson fagna hér marki á EM í Frakklandi 2016. Íslenska landsliðið hefur haldið áfram að hækka sig á FIFA-listanum síðan þá.
Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson fagna hér marki á EM í Frakklandi 2016. Íslenska landsliðið hefur haldið áfram að hækka sig á FIFA-listanum síðan þá. Vísir/EPA
Íslenska fótboltalandsliðið hefur aldrei verið ofar á FIFA-listanum þegar strákarnir okkar fara inn í vináttulandsleiki á móti Mexíkó og Perú í Bandaríkjunum.

Bæði Mexíkó og Perú eru fyrir ofan íslenska landsliðið á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Mexíkó er í 17. sæti eða einu sæti ofar en Perúmenn eru sjö sætum ofar en Ísland eða í 11. sæti.

Mexíkó og Perú líka bæði á leiðinni á heimsmeistaramótið eins og íslenska landsliðið.

Takist íslenska liðinu að vinna báða þessa leiki er nokkuð öruggt að liðið geti hækkað sig á næsta FIFA-lista. Verkefnið er þó langt frá því að vera auðvelt.

Perú er í C-riðli með Frakklandi, Danmörku og Ástralíu og fyrsti leikurinn er á móti Dönum 16. júní. Perúmenn eru því örugglega að undirbúa sig fyrir þann leik með því að mæta Norðurlandaþjóð.

Mexíkó er í F-riðli með Þýskalandi, Svíþjóð og Suður Kóreu. Fyrsti leikurinn er á móti Þýskaland en lokaleikurinn er við Svía. Mexíkóbúar eru því eflaust að undirbúa sig fyrir þann leik með því að mæta Norðurlandaþjóð.

Leikurinn við Mexíkó fer fram á Levi's Stadium í San Francisco 23. mars en hann er á vesturströnd Bandaríkjanna. Fjórum dögum síður mætir íslenska landsliðið Perú á Red Bull Arena í New Jersey á austurströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×