Lífið

Dansstílarnir sem pörin reyna við á sunnudagskvöldið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tíu pör berjast á sunnudagskvöldið.
Tíu pör berjast á sunnudagskvöldið.
Annar þátturinn af Allir geta dansað verður í beinni útsendingu á Stöð 2 á sunnudagskvöldið og hefst þátturinn klukkan 19:10.

Í fyrsta þætti komu fram tíu danspör og enginn var sendur heim. Að þessu sinni fer eitt par heim og fer parið heim sem endar með fæst stig þegar einkunnir dómnefndar og símaatkvæði eru talin saman. 

Hér að neðan má sjá hvaða dansstílar pörin reyna við og við hvaða lög þau dansa. 

Danspar - Lag -Dansstíll 

Sölvi og Ástrós - Fever - Peggy Lee - Foxtrott

Óskar og Telma - Skyfall - Adele Vals

Bergþór og Hanna - Perhaps - Pussycat Dolls - Cha Cha

Arnar og Lilja - Cell block Tango - ChicagoTango

Jón A og Hrefna - Ain´t no sunshine - Bill Withers - Rhumba

Lóa og Siggi - Proud Mary - Tina Turner - Jive

Jóhanna og Max - Granada En Flor - Paco Pena - Paso Doble

Hugrún og Daði - I wanna be like you - Kenny Ball - Quickstep

Ebba og Javi - La Valse d'Amélie - Yann Tiersen - Vínarvals

Hrafnhildur og Jón - Hips don´t lie - Shakira - Samba






Fleiri fréttir

Sjá meira


×