Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Í fréttum Stöðvar 2 kl. 18:30 verður rætt við Georg Hólm bassaleikara Sigur Rósar sem segir að hljómsveitin hafi ekki talið fram tekjur upp á átta hundruð milljóna króna vegna mistaka endurskoðanda.

Hann vísar því á bug að hljómsveitarmeðlimir séu skattsvikarar. Þá fjöllum við um kynferðisbrotamál sem kom upp á velferðarsviði Reykjavíkurborgar en í tveimur aðskildum málum bárust ásakanir um kynferðisbrot starfsmanna ekki til yfirmanna velferðarsviðs borgarinnar.

Þá greinum við frá því sjúkrabílaflotans á Íslandi er í uppnámi eftir að ríkið tók ákvörðun um að Rauði krossinn hætti rekstri þeirra og greinum frá nýrri rannsókn á líðan ættleiddra barna. Þau fá frekar aðskilnaðarkvíða en önnur börn og verða frekar fyrir aðkasti í skólakerfinu en einnig á fullorðinsárum þegar þau fara út að skemmta sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×