Fótbolti

Aftur hafði Heimir betur gegn Víkingi frá Götu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heimir er einn sigursælasti þjálfari Íslandssögunar og þjálfar nú í Færeyjum.
Heimir er einn sigursælasti þjálfari Íslandssögunar og þjálfar nú í Færeyjum. vísir/anton
Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í HB unnu góðan 2-1 sigur á Víkingi frá Götu í færeysku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Þetta er í annað skiptið á innan við ári sem Heimir leggur Víking af velli því síðasta sumar, þegar Heimir þjálfaði FH, hafði Hafnarfjarðarliðið betur gegn Víkingi í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Hedin Hansen kom Víkingi frá Götu yfir á 20. mínútu, en níu mínútum síðar jafnaði hinn tvítugi Adrian Justinussen metin. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Sigurmarkið kom svo þrettán mínútum fyrir leikslok, en það gerði John Frederiksen og fyrsti sigur Heimis í Færeyjum staðreynd. Bæði lið eru með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×