Íslenski boltinn

ÍBV endaði Lengjubikarþáttöku sína með sigri

Einar Sigurvinsson skrifar
Rick ten Voorde skoraði úr víti í leiknum.
Rick ten Voorde skoraði úr víti í leiknum. getty
ÍBV sigraði Víking Reykjavík í síðasta leik liðanna í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag.

Vestmanneyingar fengu gullið tækifæri til að komast þegar þeir fengu vítaspyrnu á 7. mínútu leiksins, en Emil Andri Auðuns­son í marki Víkings varði spyrnuna.

Skömmu síðar náði ÍBV fyrsta marki leiksins. Um miðbik síðari hálfleiksins fékk ÍBV síðan aðra vítaspyrnu sína í leiknum sem þeir nýttu og staðan orðin 2-0.

Aðeins tveimur mínútum síðar var þriðja vítaspyrna leiksins dæmd og skoraði Hollendingurinn Rick Ten Voorde úr henni og minnkaði muninn fyrir Víkinga. Fleiru urðu mörkin ekki og lokatölur því 2-1 fyrir ÍBV.

Með sigrinum ljúka Vestmanneyingar Lengjubikarnum í 3. sæti riðilsins með sjö stig en Víkingar í botnsætinu með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×