Fótbolti

Barcelona hjálpar hetju skotárásarinnar í Flórída

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Messi mun heilsa upp á Borges þegar hann verður orðinn heill heilsu
Messi mun heilsa upp á Borges þegar hann verður orðinn heill heilsu vísir/getty
Spænska stórveldið Barcelona hefur boðið einu fórnarlambanna úr skotárásinni í Flórída að hitta Lionel Messi og hinar stjörnur liðsins ásamt því að fara á leik á Camp Nou.

Anthony Borges var skotinn fimm sinnum þegar hann hjálpaði til við að bjarga lífi 20 samnemenda sinna í skotárásinni á Stoneman Douglas skólann í Flórídafyli. Hinn 15 ára Borges liggur enn á sjúkrahúsi eftir að hafa verið skotinn í fæturna og bakið við að loka hurð og hlífa þar með félögum sínum.

Eftir árásina komust forráðamenn Barcelona að því að Borges var í tvo mánuði í akademíu Barcelona í Flórída árið 2016. Þá tók félagið upp á því að fá leikmennina til að árita treyju og senda Borges.





„Blaðamaðurinn Santiago Segurola kom hlutunum af stað með því að láta okkur vita af Borges. Við buðum um leið læknateimið okkar til aðstoðar við að koma Borges sem fyrst aftur á fætur svo hann geti gert það sem hann elskar mest, spila fótbolta,“ segir í yfirlýsingu Barcelona.

Faðir Borges var himinlifandi með framtak Barcelona og sagði það hafa komið þeim í opna skjöldu. „Ég vil þakka Barcelona fyrir stuðning þeirra og allt sem þeir hafa gert til þess að hjálpa syni mínum.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×