Innlent

Kínverjar óánægðastir með Íslandsdvölina

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Veðrið hefur ekki leikið við ferðamenn á Íslandi síðustu vikur.
Veðrið hefur ekki leikið við ferðamenn á Íslandi síðustu vikur. Vísir/Hanna

Kínverskir ferðamenn mælast lægstir í Ferðamannapúlsi Gallup fyrir janúar með 74,7 stig af 100. Bandaríkjamenn tróna á toppnum.

Samkvæmt niðurstöðum Ferðamannapúlsins, sem tók stöðuna á ferðamönnum á Íslandi í janúar, eru bandarískir ferðamenn ánægðastir allra þjóða með dvöl sína á Íslandi og mældust með 84,5 stig. Bretar eru í öðru sæti með 83,8 stig, Danir í þriðja með 83,6 stig, Kanadabúar í fjórða með 82,8 stig og Ástralar í fimmta með 82,4 stig. Fjórar af fimm efstu þjóðum eru því enskumælandi.

Ferðamannapúlsinn mældist lægstur meðal ferðamanna frá Kína eða 74,7 stig. Ferðamenn 69 þjóða svöruðu könnuninni að þessu sinni.

Ferðamannapúlsinn er hærri í janúar en í desember. Mynd/Gallup

Gallup kannar viðhorf erlendra ferðamanna til Íslands í hverjum mánuði og reiknar Ferðamannapúls út frá niðurstöðunum. Ferðamannapúlsinn byggir á fimm spurningum sem mæla heildaránægju ferðamanna, hvort ferðamenn telji að Íslandsferðin hafa verið peninganna virði, hvort hún hafi staðist væntingar þeirra, líkur á meðmælum og mati ferðamanna á gestrisni Íslendinga.

Í janúar mældist Ferðamannapúlsinn með 83,0 stig af 100 mögulegum og hækkar hann um 0,5 stig á milli mánaða.

Niðurstöður Ferðamannapúlsins eftir efstu og neðstu sætum. Gallup


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.