Innlent

Logi kjörinn formaður með öllum greiddum atkvæðum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Arnar
Logi Már Einarsson var einn í framboði til formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Hotel Natura í dag og hlaut hann öll greidd atkvæði í kjörinu. 

„Kjörið endurspeglar ánægju og traust flokksfélaga til hans og hans starfa í þágu flokksins,“ segir í tilkynningu frá Samfylkingunni. 

„Vopnaflutningur til stríðshrjáðra landa var heimilaður á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna eru langt frá eðlilegum viðmiðum. Þingið hefur ekki bönd á sjálftöku þingmanna; birta upplýsingar illa, seint eða alls ekki”, sagði hann í ræðunni, „skýrslum er leynt og stjórnsýslan stenst illa skoðun. Og loks situr dómsmálaráðherra brött,  þrátt fyrir að fengið á sig hæstaréttardóm vegna skipan heils nýs dómstigs. Þessi vinnubrögð og valdhroki verða ekki á okkar vakt. Þau eru hluti af gamaldags stjórnmálamenningu sem er löngu tímabært að kveðja,” sagði Logi meðal annars í opnunarræðu landsfundarins í dag. 

„Við erum mætt aftur til leiks, ætlum okkur góðan árangur í sveitarstjórnarkosningum í vor og verða aftur sá burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum sem almenningur þarfnast,” sagði hann um kosningarnar í vor. 

Sýnt er beint frá landsfundinum hér á Vísi


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×