Fótbolti

Tveir landsliðsmenn spiluðu í tapi Rostov

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sverrir Ingi í leik með Rostov
Sverrir Ingi í leik með Rostov Vísir/getty
Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson voru báðir í byrjunarliði Rostov sem tapaði fyrir Krasnodar, 3-1, á útivelli í rússensku úrvalsdeildinni í dag.

Þriðji íslenski landsliðsmaðurinn í Rostov, varnarmaðurinn Ragnar Sigurðarson, var ekki í leikmannahópi liðsins gegn sínu gamla félagi.

Þetta var fyrsti leikur liðsins eftir vetrarfrí og því fyrsti deildarleikur Björns Bergmanns með Rostov en hann gekk í raðir þess frá Molde í Noregi í uppahafi ársins.

Rostov er í níunda sæti rússnesku deildarinnar með 25 stig eftir 21 leik en Krasnodar er í þriðja sætinu með 38 stig, sjö stigum á eftir toppliði Lokomotiv Moskvu.

Þá steinlá Karabükspor fyrir Galatasaray í Tyrklandi, 7-0. Ólafur Ingi Skúlason var ekki í leikmannahópi fyrrnefnda liðsins sem er á botni tyrknesku deildarinnar með aðeins tólf stig - níu stigum á eftir næsta liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×