Innlent

Snjókomubakki fer yfir landið

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það gæti snjóað á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Það gæti snjóað á höfuðborgarsvæðinu í nótt. VÍSIR/HANNA

Myndarlegur snjókomubakki er nú að myndast fyrir austan landið og mun hann ganga yfir Suður-og Austurland næsta sólarhringinn. Að sögn veðurfræðings er bakkinn væntanlegur inn á Austurland fyrir hádegi, hann mun svo færa sig yfir á Suðausturland undir kvöld og fer yfir á Suðurland fyrir miðnætti.

Gera má ráð fyrir talsverðri snjókomu meðan bakkinn fer yfir. Þá mun mögulega eitthvað snjóa á höfuðborgarsvæðinu í nótt en það verður væntanlega í litlu magni að sögn veðurfræðings. Borgin verður nefnilega í jaðri snjókomubakkans.

Annars er útlit fyrir norðan og norðaustan strekking og hvassara í vindstrengjum suðaustantil á landinu. Bjart veður sunnan heiða, en él norðanlands. Frostið verður á bilinu 0 til 7 stig og hlýjast verður syðst á landinu.

Veðrið mun svo róast á landinu á morgun. Síðdegis verður vindur orðinn meinlaus að sögn veðurfræðings og búið að létta til aftur á Suður- og Vesturlandi. Fyrir norðan og austan verða þá dálítil él á stangli. Þetta meinlausa veður helst síðan væntanlega áfram út miðvikudaginn. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga 

Á þriðjudag:
Austan og norðaustan 8-15 m/s, en 15-20 með suðurströndinni í fyrstu. Lítilsháttar él norðan- og austanlands, annars þurrt að kalla. Frost 0 til 7 stig, mildast syðst.

Á miðvikudag:
Norðaustan 8-13 og dálítil él, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 8 stig.

Á fimmtudag:
Norðan 8-13 og él norðaustan- og austanlands. Hægari austlæg átt og léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert. Áfram kalt í veðri.

Á föstudag:
Suðaustan 8-13 vestantil á landinu, skýjað og dálítil snjókoma allra vestast. Hægari breytileg átt annars staðar og víða bjart, en stöku él með austurströndinni. Frost um allt land, talsvert í innsveitum.

Á laugardag og sunnudag:
Líklega norðlæg átt með éljum fyrir norðan og austan, en bjart syðra. Kalt áfram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.