Tónlist

AmabAdamA frumsýnir nýtt myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndbandið hið glæsilegasta.
Myndbandið hið glæsilegasta.

Vísir frumsýnir í dag nýtt myndband frá hljómsveitinni AmabAdamA við lagið Gróðurhús. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að myndbandið er tekið upp í gróðurhúsi, en umrætt gróðurhús er kallað Bananahúsið.

Bananahúsið er í Reykjum, rétt hjá Hveragerði og þykir það eitt glæsilegasta gróðurhús landsins. 

Þær Salka Sól Eyfeld og Steinunn Jónsdóttir leikstýra myndbandinu en Salka Sól syngur sjálf lagið. Steinunn Jónsdóttir samdi textann við lagið.

Hér að neðan má sjá nýtt myndband frá þessari vinsælu sveit. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.