Körfubolti

Haukur mikilvægur á lokasprettinum í sigri Cholet

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haukur Helgi Pálsson í landsleiknum gegn Tékkum á dögunum
Haukur Helgi Pálsson í landsleiknum gegn Tékkum á dögunum Vísir/Bára
Haukur Helgi Pálsson var sterkur á loka mínútunum í sigri Cholet á Gravelines-Dunkerque í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Haukur var án stiga fyrir loka fjórðunginn en átti eftir að reynast liði Cholet mikilvægur. Hann kom Cholet yfir með þrist þegar fimm mínútur lifðu af leiknum og setti svo annan þrist niður stuttu seinna.

Íslenski landsliðsmaðurinn fór á vítalínuna þegar Cholet var einu stigi yfir, 62-63. Hann setti niður bæði vítaskotin sín og fleiri urðu körfurnar ekki í leiknum, 62-65 lokatölur.

Cholet er í 11. sæti deildarinnar með 10 sigra og 11 töp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×