Lífið

Salka Sól rifjar upp mjög vandræðalegt augnablik með Frikka Dór

Stefán Árni Pálsson skrifar
Atvikið átti sér stað árið 2015.
Atvikið átti sér stað árið 2015.

Tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld setur inn skemmtilegt tíst á Twitter þar sem hún rifjar upp mjög svo vandræðalegt augnablik milli hennar og tónlistarmannsins Friðriks Dórs Jónssonar.

Atvikið gerðist í Söngvakeppninni árið 2015 þegar Frikki Dór tók þátt með lagið Í síðasta skipti.

Þá var Salka Sól kynnir RÚV í Háskólabíó en listamennirnir tveir virtust misskilja hvort annað harkalega á sviðinu.

Salka Sól segir með færslu sinni á Twitter: „Þegar þú heldur að þú sért fara í sleik en hann vill bara tala í mækinn þinn.“ 
og „Þegar þú reynir að gefa honum gull umslag og hann bara tekur hliðar saman hliðar í burtu.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.