Lífið

Drónabónorð ferðamanns fór úrskeiðis á Íslandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mynd/Skjáskot

Sumir leggja mikinn metnað í það að ná hinni fullkomnu mynd af bónorðinu. Ferðamaður á ferð um Ísland með sinni heittelskuðu á dögunum bað hennar við Brúarfoss.

Stillti hann upp dróna til þess að ná myndbandi af augnablikinu. Allt virtist vera ganga að óskum en um leið og hann fór niður á hné til þess að biðja um hönd kærustunnar fór eitthvað úrskeiðis og dróninn hrapaði til jarðar.

Það hafði þó ekki meiri áhrif en svo að kærastan sagði já, þrátt fyrir að myndbandið af bónorðinu væri misheppnað.

Myndbandið sem tekið var úr drónanum má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.