Fótbolti

Kaupa tvær milljónir af rauðvínsflöskum Iniesta ef hann kemur til Kína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Iniesta smakkar rauðvínið sitt með samstarfsfélögum. Þeir gætu komist í feitt ef leikmaðurinn skiptir um lið.
Iniesta smakkar rauðvínið sitt með samstarfsfélögum. Þeir gætu komist í feitt ef leikmaðurinn skiptir um lið. bodega iniesta
Ofurríku félögin í Kína seilast langt til þess að fá þá leikmenn sem þau langar í. Nú hefur eitt þeirra gefið spænska miðjumanninum Andres Iniesta hausverk.

Tianjin Quanjian er nefnilega sagt vera til í að kaupa tvær milljónir af rauðvínsflöskum af fyrirtæki Iniesta ef hann kemur til félagsins. Það yrði auðvitað bónus ofan á ofurlaunin sem félagið vill greiða honum.

Iniesta á Bodega Iniesta vínekruna. Framleiðsla á víni hjá fyrirtæki Iniesta hófst árið 2010 og fyrstu flöskurnar fóru á markað fyrir tveimur árum síðan. Það myndi gefa fyrirtækinu mikið að selja tvær milljónir af flöskum á einu bretti.

Iniesta þarf að íhuga þennan valkost gæfilega en hann var ekkert á förum frá Barcelona og skrifaði undir lífstíðarsamning við félagið á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×