Innlent

For­dæma seina­gang Vega­gerðarinnar vegna nýrrar brúar yfir Eld­vatn

Gissur Sigurðsson skrifar
Hlaupvatnið gróf fimmtán metra skák úr austurbakkanum þannig að undirstaða brúarinnar stóð að stórum hluta í lausu lofti.
Hlaupvatnið gróf fimmtán metra skák úr austurbakkanum þannig að undirstaða brúarinnar stóð að stórum hluta í lausu lofti. Mynd/Ingibjörg Eiríksdóttir

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fordæmir seinagang Vegagerðarinnar vegna þeirra tafa sem orðið hafa á uppbyggingu nýrrar brúar yfir Eldvatn við Ása, en nú eru liðin þrjú ár síðan brúin skemmdist í Skaftárhlaupi, segir í bókun sveitarstjórnar Skaftárhrepps í gær.

Sveitarstjórn hvetur Vegagerðina til að ljúka við gerð nýs útboðs sem allra fyrst og óskar eftir formlegum skýringum á þeim töfum, sem orðið hafa, og ætlar að upplýsa þingmenn og samgönguráðherra um málið.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×