Lífið

Gunnar Nelson kominn með rándýra mottu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar Nelson í hringnum.
Gunnar Nelson í hringnum. vísir/getty
Bardagakappinn Gunnar Nelson er kominn með hrikalega fallega mottu og er sýnt frá því á Instagram-síðu Mjölnis.

Þar segir: „Gunnar Nelson og Matthew G Miller nýta hvert tækifæri til að vera með mottu og sleppa auðvitað ekki mottumars.“

Mottumars er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum. Umgjörð átaksins í ár er byggð á gömlu góðu rakarastofunni, vettvangi sem karlar þekkja frá fornu fari og hefur náð nýjum hæðum á undanförnum árum.

Krabbameinsfélagið hefur látið hanna sokka í einkennis­mynstri og -litum rakara­stofunnar og verða þeir seldir til styrktar fræðslu- og forvarnarátaki Krabbameins­félagsins vegna karla og krabbameins. Mottur eru því ekki aðal áherslan í ár, en Gunna er alveg sama um það.

Hér að neðan má sjá þessu flottu mottu sem þeir félagarnir eru með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×