Innlent

Brunavarnir Suðurnesja kallaðar út vegna elds í gömlu byrgi

Samúel Karl Ólason skrifar
Einn bíll var sendur á vettvang til að takast á við eldinn.
Einn bíll var sendur á vettvang til að takast á við eldinn. Brunavarnir Suðurnesja
Tilkynning barst til Brunavarna Suðurnesja í dag um eld í gömlu byrgi við Patterson flugvöll í Reykjanesbæ. Einn bíll var sendur á vettvang til að takast á við eldinn. Um gamalt skotbyrgi er að ræða og samkvæmt upplýsingum frá BS er reglulega kveikt í rusli í byrgjunum við flugvöllinn.

Þau eru niðurgrafinn og að þessu sinni komst eldurinn út fyrir byrgið og úr varð sinubruni sem náði yfir um 400 fermetra. Slökkviliðsmenn BS náðu fljótt tökum á eldinum og var hann slökktur á um 30 mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×