Innlent

Sunna til Sevilla

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sunna Elvíra á sjúkrahúsinu á Malaga. Hún er nú á leið til Sevilla.
Sunna Elvíra á sjúkrahúsinu á Malaga. Hún er nú á leið til Sevilla. Vísir/egill
Sunna Elvira Þorkeldóttir, sem lamaðist eftir fall í Malaga á Spáni þann 17. janúar síðastliðinn, verður flutt til Sevilla í dag. Hún hefur undanfarnar vikur legið á sjúkrahúsi í Malaga og barist fyrir því að komast á hátæknisjúkrahús þar sem hún getur hlotið tilhlýðilega meðhöndlun.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að sú barátta hafi loks borið árangur og að hún verði flutt á sjúkrahús í Sevilla fyrir hádegi í dag. Fyrri tilraunir hennar strönduðu á því að ekki lágu fyrir allir pappírar frá sjúkrahúsinu í Malaga vegna flutningsins.

Sjá einnig: Stjórnarmaður ÖBÍ um mál Sunnu Elviru: „Þetta er bara torture“

„Það er vonandi betri aðstaða á þeim spítala en er hér í Malaga,“ er haft eftir henni í Morgunblaðinu en ferðalagið mun taka um fjóra tíma.

Sunna Elvira féll niður á milli hæða á heimili sínu í Malaga en við fallið hlaut hún mænuskaða og er lömuð fyrir neðan brjóst. Hún er í ótímabundnu farbanni á Spáni en eiginmaður hennar situr í gæsluvarðhaldi á Íslandi, grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Sunna einnig grunuð um aðild að málinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×