Innlent

Átta útköll það sem af er degi

Þórdís Valsdóttir skrifar
Slökkviliðið hefur sinnt yfir hundrað útköllum frá því í gær.
Slökkviliðið hefur sinnt yfir hundrað útköllum frá því í gær. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sinnt átta útköllum vegna vatnstjóns nú í morgun. Slökkviliðsmenn sinntu útköllum vegna vatnstjóns um alla borg í nótt og kalla þurfti út auka mannskap vegna erils.

„Við höldum bara áfram og það er nóg að gera. Það var nóg að gera í nótt og allir voru úti í nótt. Við höfum haft nóg að gera frá því við tókum við vaktinni klukkan hálf átta í morgun,“ segir Hafsteinn Halldórsson varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Slökkviliðið hefur sinnt rúmlega hundrað útköllum frá því veðrið skall á í gær.

Að sögn Hafsteins hefur ekki þurft að kalla út auka mannskap í dag og enn sem komið er ráða þeir við útköllin. „Við vonumst til þess að þetta fari að róast,“ segir Hafsteinn.

Halda áfram að dæla upp vatni við Álfkonuhvarf

Gríðarlegt magn af vatni lak inn í bílakjallara við Álfkonuhvarf í Kópavogi í gærkvöldi og sendir voru dælubílar á staðinn. Hafsteinn segir að slökkviliðið hafi ekki farið á staðinn í dag.

„Við skildum eftir dælur þar og í raun er ekkert sem við getum gert nema að dæla vatninu upp úr kjallaranum.“

Í dag mun draga smám saman úr vindi og úrkomu en þó mun kólna nokkuð. Þá mun lægja og stytta upp í nótt.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.