Innlent

Komast ekki frá borði vegna veðurs

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Farþegar hafa nú þegar beðið í meira en klukkustund inni í flugvélum.
Farþegar hafa nú þegar beðið í meira en klukkustund inni í flugvélum. Vísir/Vilhelm
Búið er að taka allar landgöngubrýr úr notkun á Keflavíkurflugvelli en þær ferja fólk á milli flugvéla og flugstöðvar. Ástæðan er sú að vindhraðinn er orðinn of mikill.

Viðmiðunarreglur kveða á um að ekki sé heimilt að nota landgöngubrýr þegar vindhraði fari yfir fimmtíu hnúta og gildir það einnig um stigabíla. Af þeim sökum hafa nokkrar flugvélar lent á flugvellinum en ekki hefur mátt hleypa farþegunum frá borði.

Farþegar hafa nú þegar beðið í meira klukkustund í flugvélinni og bíða þess að geta komist frá borði. „Það er fólk á vellinum sem metur aðstæður hverju sinni og fylgir settum reglum. Þetta er allt gert vegna öryggissjónarmiða,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA í samtali við Vísi.

Aðstæður á Keflavíkurflugvelli eru þannig að fólk kemst hvorki í flugvélar né frá borði. Guðjón segir að um leið og dregur úr vindi og aðstæður séu orðnar öruggar verði landgöngubrýrnar teknar aftur í notkun og farþegar komast leiðar sinnar.

Maður sem bíður eftir því að komast í Ameríkuflugið sitt tók myndina á Keflavíkurflugvelli.Erling Ingvason



Fleiri fréttir

Sjá meira


×