Lífið

Fyrrverandi ráðherra setur „eitt allra glæsilegasta sérbýli landsins“ á sölu

Birgir Olgeirsson skrifar
Húsið er 473,3 fermetrar að stærð, sex til sjö herbergi staðsett neðst Þingholtunum gegnt Hallargarðinum og með útsýni yfir Reykjavíkurtjörn.
Húsið er 473,3 fermetrar að stærð, sex til sjö herbergi staðsett neðst Þingholtunum gegnt Hallargarðinum og með útsýni yfir Reykjavíkurtjörn. Fasteignavefur Vísis
Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi ráðherra, hefur sett einbýlishús sitt að Fjólugötu 1 í Þingholtunum í Reykjavík á sölu. Hægt er að virða fyrir sér eignina á Fasteignavef Vísis en þar kemur fram að um „eitt allra glæsilegasta sérbýli landsins“ sé að ræða. 

Húsið er 473,3 fermetrar að stærð, sex til sjö herbergja og staðsett neðst í Þingholtunum gegnt Hallargarðinum, með útsýni yfir Reykjavíkurtjörn. 

Í auglýsingunni er tekið fram að stofur hússins séu stórar og fallegar en í húsinu eru fimm baðherbergi.

Fasteignavefur Vísis
Er möguleiki á aukaíbúð og er bílskúrinn tvöfaldur. Garðurinn er sagður glæsilegur og húsið fallega endurnýjað í sígildum stíl árið 2002. 

Ekki er gefið upp verð á húsinu en óskað er eftir tilboðum. 

Þeir sem eru fróðir um fasteignamarkaðinn halda því fram að fermetraverð á svona húsi í Þingholtunum geti numið um 600 þúsund krónum. 

Í auglýsingunni er tekið fram að stofur hússins séu stórar og fallegarFasteignavefur Vísis
Ef sú upphæð er reiknuð yfir á þetta hús eru það um 283 milljónir króna. 

Sólveig sat sextán ár á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var á þeim tíma dóms- og kirkjumálaráðherra á árunum 1999 til 2003 og forseti Alþingis á árunum 2005 til 2007. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×