Sport

Anníe Mist eina íslenska stelpan á topp tíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Annie Mist Þórisdóttir.
Annie Mist Þórisdóttir. Mynd/Instagram-síða Annie
Anníe Mist Þórisdóttir er í öðru sæti yfir besta árangurinn í fyrstu æfingaröð opna hluta heimsleikanna í krossfit en nú hefur verið lokað fyrir æfingarnar í hluta 18.1.

Hinrik Ingi Óskarsson er efstur af íslensku strákunum en þeir Árni Björn Kristjánsson og Björgvin Karl Guðmundsson komust einnig inn á topp tíu.

Anníe Mist er eina íslenska stelpan á topp tíu en Katrín Tanja Davíðsdóttir endaði ellefta og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð í átján sæti.

Anníe Mist kláraði 428 endurtekningar eða átta fleiri en þær Kristin Holte og Laura Horvath sem eru jafnar í 3. sæti.

Okkar kona átti hinsvegar ekkert í Samönthu Briggs sem gerði 452 endurtekningar og vann þennan hluta með nokkrum yfirburðum. Katrín Tanja kláraði 413 endutekningar en Ragnheiður Sara 410.  Það má nálgast stöðuna hér.







Hinrik Ingi Óskarsson var aðeins sjö endurtekningum á eftir Nicolai Duus sem er í forystu. Hinrik Ingi kláraði 480 eða þremur fleiri en Andrey Ganin sem varð þriðji.

Árni Björn Kristjánsson og Björgvin Karl Guðmundsson voru síðan jafnir í níunda sætinu með 474 endurtekningar hvor.  Það má nálgast stöðuna hér.

Í æfingaröð 18.1 áttu þátttakendur í fyrsta lagi að hanga og lyfta tánum í slá átta sinnum, þá að jafnhenda handlóði tíu sinnum yfir öxlina og loks að eyða ákveðnum fjölda kaloría í róðravélinni. Hver keppandi fékk tuttugu mínútur til að klára eins margar endurtekningar og hann gart.

Opni hluti heimsleikanna skiptist niður í fimm æfingaraðir og verður sú síðasta kynnt hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×