Sport

Frjálsíþróttasambandið bætir nuddara inn í fagteymi sitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásmundur Jónsson.
Ásmundur Jónsson. FRÍ
Nuddarinn Ásmundur Jónsson hefur nú fengið sæti í fagteymi Frjálsíþróttasambands Íslands og mun hér eftir hjálpa til að skapa sem bestar aðstæður fyrir besta frjálsíþróttafólk landsins.

Ásmundur er mjög reynslumikill nuddari og hefur hann starfað með afreksfólki úr hinum ýmsum íþróttagreinum eins og  knattspyrnumönnum, handboltafólki, skautadönsurum, ballerínum, frjálsíþróttafólki, hjólreiðafólki og kraftlyfingakonum en þetta kemur fram í frétt hjá Frjálsíþróttasambandinu.

„Ásmundur hefur verið ötull að sækja sér aukna þekkingu varðandi nýjungar í meðhöndlun íþróttameiðsla og endurheimt. Hefur hann einnig mikla reynslu af því að fara í keppnisferðir sem nuddari með og án sjúkraþjálfara. Frjálsíþróttasamband Íslands er gríðarlega stolt af því að hafa fagmann eins og Ásmund í fagteyminu,“ segir í frétt á fésbókasíðu FRÍ sem má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×