Lífið

Blöðrur, bjúgur, skrefablinda og heltekin af sköflungabólgu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurður Már Atlason er dansfélagi Lóu Pindar.
Sigurður Már Atlason er dansfélagi Lóu Pindar.
„Virðing mín fyrir dansarastéttinni var umtalsverð fyrir en hefur um það bil þúsundfaldast þessa síðustu viku,“ segir Lóa Pind Aldísardóttir, sem æfir stíft þessa dagana fyrir raunveruleikaþættina Allir geta dansað sem fara í loftið 11. mars á Stöð 2. Lóa tjáir sig um málið í stöðufærslu á Facebook en dansfélagi hennar er Sigurður Már Atlason.

„Ég reiknaði ekki með sjóveikinni og ógleðinni (nei, ég er ekki ólétt, bara að æfa snúninga), ekki með blöðrunum, skrefablindunni og bjúgnum (eða voru það kannski Saltabomburnar sem ég úðaði í mig eftir æfingu?).“

Hún segist loksins hafa komist mistakalaust í gegnum æfingu í gær og hafi það verið áttunda æfingin.

„Og þá er ég bara að tala um sporin. Ég á eftir að finna tíguleikann. Sem mér skilst að valsinn snúist um. Vonandi get ég því bægt frá þessari bráðu sköflungabólgu sem mér sýndist í gær að gæti þurft að heltaka mig svo ég gæti dregið mig út úr keppni og haldið haus. Ég vona að ég komist allavega í gegnum sporin í sjónvarpinu eftir 10 daga. Þótt það verði með þjáningarfullum einbeitingarsvip. Ég lofa allavega engu um tignarlegar handahreyfingar og snarpa höfuðsnúninga.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×