Fótbolti

Stelpurnar náðu í stig gegn silfurliði EM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Byrjunarlið Íslands í dag
Byrjunarlið Íslands í dag mynd/KSÍ
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli gegn silfurliðinu frá EM síðasta sumar i fyrsta leik liðsins á Algarve mótinu í Portúgal.

Ísland hefur verið fastur gestur á mótinu í Portúgal á síðustu árum og er í riðli með Danmörku, Hollandi og Japan.

Íslensku stelpurnar mættu Dönum í fyrsta leik sínum á mótinu og spiluðu stelpurnar mjög vel og börðust allt til endaloka fyrir hverjum bolta og náðu í sín fyrstu stig í riðlinum. Leikur stelpnanna virtist koma Dönum nokkuð á óvart og voru þær hættulegri í fyrri hálfleik.

Í seinni hálfleik komu dönsku stelpurnar skipulagðari til leiks og voru sókndjarfari. Þeim tókst þó ekki að skora framhjá íslensku vörninni og markalaust jafntefli niðurstaðan.

Fyrr í dag burstuðu Hollendingar Japan 6-2. Ísland mætir Japan á föstudaginn og lokaleikur riðilsins er gegn Evrópumeisturunum á mánudag.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×