Innlent

Þakplötur fuku á bíla í Kópavogi

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Fljúgandi þakplötur geta valdið miklum skaða.
Fljúgandi þakplötur geta valdið miklum skaða. Vísir/Skjáskot

Lausar þakplötur fuku á nærliggjandi bifreiðir í Vallakórnum í Kópavogi laust fyrir klukkan eitt í dag. Myndband náðist af plötunum fjúka en þær fuku af byggingarsvæði í hverfinu.

Baldur Þórðarson deildi myndbandinu á Facebook síðu sinni. Segir hann í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða að minnsta kosti tíu þakplötur. „Verktakinn sem er að byggja á móti okkur með allt niðrum sig,“ skrifaði Baldur í innleggi með myndbandinu.

Mikið hvassviðri gengur nú yfir með tilheyrandi skafrenningi og eru allar helstu leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu lokaðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.