Innlent

Þakplötur fuku á bíla í Kópavogi

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Fljúgandi þakplötur geta valdið miklum skaða.
Fljúgandi þakplötur geta valdið miklum skaða. Vísir/Skjáskot
Lausar þakplötur fuku á nærliggjandi bifreiðir í Vallakórnum í Kópavogi laust fyrir klukkan eitt í dag. Myndband náðist af plötunum fjúka en þær fuku af byggingarsvæði í hverfinu.

Baldur Þórðarson deildi myndbandinu á Facebook síðu sinni. Segir hann í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða að minnsta kosti tíu þakplötur. „Verktakinn sem er að byggja á móti okkur með allt niðrum sig,“ skrifaði Baldur í innleggi með myndbandinu.

Mikið hvassviðri gengur nú yfir með tilheyrandi skafrenningi og eru allar helstu leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu lokaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×