Innlent

Mos­fells­heiði og Lyng­dals­heiði opnaðar fyrir um­ferð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vegum var víða lokað í gær vegna veðurs en umferð er nú að komast í eðlilegt horf.
Vegum var víða lokað í gær vegna veðurs en umferð er nú að komast í eðlilegt horf. Jóhann K. Jóhannsson

Búið er að opna Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði og er færð á vegum að komast í eðlilegt horf samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar.

Búið er að aflýsa hættustigi vegna snjóflóðahættu í Súðavíkurhlíð og er þar unnið að mokstri. Þungfært er í Staðarsveit en ófært frá Fróðárheiði í Hellnar. Þá er lokað um Fróðárheiði og Bröttubrekku.

Færð og aðstæður á vegum:
Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka á flestum leiðum.
Víða er ófært eða þæfingur á útvegum á Suðurlandi.

Á Vesturlandi er snjóþekja og éljagangur á flestum leiðum og mokstur stendur yfir. Þungfært er í Staðarsveit en ófært frá Fróðárheiði í Hellnar. Lokað er um Fróðárheiði og Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum eru flestir vegir en ófærir en moksturstendur yfir. Þæfingur er á Gemlufallsheiði, hálka er á Flateyrarvegi og í til Suðureyrar.

Þæfingur er á Norðurlandi vestra og á Öxnadalsheiði annars er hálka og eitthvað um éljagang um norðan vert landið.

Á Austur- og Suðausturlandi er hálka eða hálkublettir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.