Innlent

Mos­fells­heiði og Lyng­dals­heiði opnaðar fyrir um­ferð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vegum var víða lokað í gær vegna veðurs en umferð er nú að komast í eðlilegt horf.
Vegum var víða lokað í gær vegna veðurs en umferð er nú að komast í eðlilegt horf. Jóhann K. Jóhannsson
Búið er að opna Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði og er færð á vegum að komast í eðlilegt horf samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar.

Búið er að aflýsa hættustigi vegna snjóflóðahættu í Súðavíkurhlíð og er þar unnið að mokstri. Þungfært er í Staðarsveit en ófært frá Fróðárheiði í Hellnar. Þá er lokað um Fróðárheiði og Bröttubrekku.

Færð og aðstæður á vegum:

Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka á flestum leiðum.

Víða er ófært eða þæfingur á útvegum á Suðurlandi.

Á Vesturlandi er snjóþekja og éljagangur á flestum leiðum og mokstur stendur yfir. Þungfært er í Staðarsveit en ófært frá Fróðárheiði í Hellnar. Lokað er um Fróðárheiði og Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum eru flestir vegir en ófærir en moksturstendur yfir. Þæfingur er á Gemlufallsheiði, hálka er á Flateyrarvegi og í til Suðureyrar.

Þæfingur er á Norðurlandi vestra og á Öxnadalsheiði annars er hálka og eitthvað um éljagang um norðan vert landið.

Á Austur- og Suðausturlandi er hálka eða hálkublettir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×