Lífið

Billy Idol með tónleika í Laugardalshöll í sumar

Atli Ísleifsson skrifar
Bill Idol er 62 ára gamall og hefur lengi verið starfandi.
Bill Idol er 62 ára gamall og hefur lengi verið starfandi. Tónleikur

Breski tónlistarmaðurinn Billy Idol verður með tónleika í Laugardalshöllinni þann 1. ágúst næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tónleik, en miðasala mun hefjast þann 20. febrúar næstkomandi. Einungis verða seldir miðar í stæði.

Í tilkynningunni kemur fram að hinn 62 ára Billy Idol hafi lengi verið einn helsti áhrifavaldur hvað varðar hljóm, stíl og ofsa pönksins.

„Með sitt hæðnisfulla glott og hnefann á lofti varð hann einn af stórstjörnum MTV og fyllti síðan heilu leikvangana hvar sem hann spilaði. Hann hefur selt meira en 40 milljón plötur og hlotið fjölmargar platínuplötur um heim allan, náð níu lögum inn á topp 40 listann í BNA og tíu í Bretlandi, þ.á.m. „Dancing With Myself“, „White Wedding“, „Rebel Yell“, „Mony Mony“, „Eyes Without a Face“, „Flesh For Love“, og „Cradle of Love“.

Hér fyrir neðan má sjá upptöku af Idol flytja White Wedding í skemmtiþætti James Corden síðasta haust.

Billy Idol þykir einn besti textasmiðurinn innan pönksins og hann var frumkvöðull í að koma anda og ákafa pönksins á dansgólfið með auðþekkjanlegu grúvi sem einkennist af rockabilly – örvæntingu og úrkynjun rokksins,“ segir í tilkynningunni.

Hér fyrir neðan má sjá ársgamla upptöku af Idol flytja Rebel Yell en söngkonan Miley Cyrus tók með honum lagið á tónleikunum, sem fóru fram í Las Vegas.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.