Innlent

Tveir slasaðir eftir að hestakerra hafnaði á smárútu

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson

Suðurlandsvegur var lokað rétt fyrir austan Selfoss vegna umferðaróhapps fyrr í dag en búist er við að hann verði opnaður á ný klukkan 19:30 í kvöld. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi losnaði hestakerra aftan af bíl og hafnaði hún framan á rútu. Fjórir starfsmenn Tröllaferða voru í rútunni en tveir þeirra slösuðust. Starfsmennirnir voru á leið frá Sólheimajökli þegar slysið átti sér stað og er um að ræða bíl Tröllaferða sem er einungis notaður fyrir starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækisins.

Þeir slösuðu eru ekki sagðir vera í lífshættu en ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um líðan þeirra að svo stöddu.

Fylgst verður með gangi mála hér á Vísi og fréttin uppfærð þegar frekari upplýsingar liggja fyrir. 

Slysið átti sér stað rétt austan megin við Selfoss. Loftmyndir ehf


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.