Lífið

Nýstárlegur ferðamáti snáks vekur athygli

Samúel Karl Ólason skrifar
Snákurinn virðist eiga í smá vandræðum með að halda sér stöðugum á vírnum en kemst þó vel áfram.
Snákurinn virðist eiga í smá vandræðum með að halda sér stöðugum á vírnum en kemst þó vel áfram.
Nýstárlegur ferðamáti snáks í Ástralíu hefur vakið athygli. Á myndbandi sem birt var á Facebooksíðu Bangor vínekrunnar í fyrradag má sjá tígrissnák skríða eftir vírgirðingu. Snákurinn virðist eiga í smá vandræðum með að halda sér stöðugum á vírnum en kemst þó vel áfram.

Þá er það örugglega skemmtileg tilbreyting fyrir snáka að sjá heiminn frá hærra sjónarhorni. Eigandi vínekrunnar segir snáka vera algenga á landareigninni en þetta hafi hann aldrei séð áður.



Á myndbandinu má sjá hvernig snákurinn færir á milli víra og sagði eigandinn að snákurinn hefði haldið áfram eftir að hætti að taka upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×