Lífið

„Heimskustu þjófar í heimi“ gripnir glóðvolgir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ránið fór ekki samkvæmt áætlun.
Ránið fór ekki samkvæmt áætlun. Vísir/Skjáskot
Tveir karlmenn, sem hugðust brjótast inn í búð í kínversku borginni Sjanghæ snemma á miðvikudagsmorgun, hafa verið uppnefndir „heimskustu þjófar í heimi“ eftir að tilraun þeirra til innbrotsins náðist á myndband.

Í myndbandi úr öryggismyndavél á svæðinu, sem lögregla í Sjanghæ birti í vikunni, sjást þjófarnir tveir ganga laumulegir upp að téðri búð með múrsteina, eða eitthvað annað sambærilegt, í hönd. Þeir munda báðir steinana, líklega í þeim tilgangi að brjóta sér leið inn í búðina, og annar þeirra lætur vaða með tilætluðum árangri.

Hinn þjófurinn kastar steininum augnabliki seinna en tekst ekki betur til en svo að múrsteinninn hafnar á höfði samverkamannsins, sem fellur vankaður í jörðina.

Þá lýkur myndbandsklippunni með því að sá sem kastaði síðari múrsteininum dregur vin sinn úr augsýn.

Ekki hafa fengist upplýsingar um afdrif þjófanna eða hvort þeir hafi snúið aftur til að klára verkið. Myndbandið af hinni misheppnuðu ránstilraun má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×