Innlent

Strætóbílstjóri leiddur út í járnum

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Bílstjórinn var handtekinn við Hlemm.
Bílstjórinn var handtekinn við Hlemm. Vísir/Ernir
Lögregla handtók strætóbílstjóra sem var við akstur seinni partinn í dag. Bílstjórinn, sem vinnur fyrir Kynnisferðir, er grunaður um að hafa ráðist á 11 ára gamalt barn sem kastaði snjóbolta í vagninn. Fréttablaðið greindi fyrst frá þessu.

Strætóbílstjórinn er nú í haldi lögreglu en atvikið átti sér stað á leið 14 í Gnoðarvogi. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, staðfestir þetta í samtali við Vísi en segir að litlar upplýsingar liggi fyrir um málið að svo stöddu.

Umræddur bílstjóri vinnur fyrir Kynnisferðir en fyrirtækið sér um hluta aksturs Strætó. Annar vagnstjóri kom í stað þess sem var handtekinn og á meðan biðu farþegar í strætisvagninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×