Innlent

Bílvelta á Esjumelum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Töluverð hálka er á svæðinu að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu.
Töluverð hálka er á svæðinu að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu. Vísir/Eyþór
Tilkynnt var um bílveltu á Esjumelum við Víðines nú á sjöunda tímanum í kvöld. Einn var í bílnum og komst hann hjálparlaust út úr bifreiðinni áður en viðbragðsaðilar mættu á vettvang.

Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við Vísi töluverða hálku vera á svæðinu en bílveltan varð við afleggjara að Víðinesi. Einn sjúkrabíll var sendur á vettvang ásamt lögreglu og stendur nú yfir vinna á vettvangi.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur þurft að sinna nokkrum útköllum í dag en færð er víða slæm á höfuðborgarsvæðinu. Þriggja bíla árekstur varð til að mynda á Hafnarfjarðarvegi í dag og voru tveir fluttir á sjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×