Bílar

Mitsubishi Outlander söluhæstur í janúar

Finnur Thorlacius skrifar
Mitsubishi Outlander mokast hreinlega út.
Mitsubishi Outlander mokast hreinlega út.

Ekkert bílaumboð á Íslandi seldi fleiri bíla til einstaklinga í janúar 2018 en Hekla sem trónir nú á toppnum með 239 bíla selda á þessum tíma. Þannig er ríflega fjórðungur allra seldra bíla á þessum markaði frá Heklu. Ein af ástæðunum fyrir þessum frábæra árangri eru gríðarlegar vinsældir tengiltvinnbílsins Mitsubishi Outlander PHEV og seldust 118 eintök af bílnum til einstaklinga og fyrirtækja í fyrsta mánuði ársins og var markaðshlutdeild hans um 10% á þessum tíma.

Ekkert lát er á vinsældum þessa bíls sem sló öll met á síðasta ári og byrjar nýtt ár með látum og er vinsælasti og mest seldi bíllinn á Íslandi þessa mánuðina. Markaðshlutdeild Outlander PHEV í flokki tengiltvinnbíla er 48% og er leitun að öðrum eins yfirburðum í einum flokki.

Vinsældirnar eru hins vegar ekki bundnar við Ísland, því Mitsubishi Outlander PHEV hefur nú selst í yfir 100.000 eintökum í Evrópu frá því að hann var kynntur til leiks árið 2013. Bíllinn hefur verið á toppnum í sínum flokki í Evrópu síðustu þrjú ár, þrátt fyrir síaukna sókn annarra tegunda inn á sama markað. 

Þá hafa vistvænir bílar frá Volkswagen einnig slegið í gegn en í janúarmánuði jókst salan um 24% á milli ára. 70% nýskráðra Volkswagen bíla voru vistvænir og trónir e-Golf á toppnum. Golf og Passat eru jafnframt mest seldu bílarnir á Íslandi í sínum stærðarflokkum.

HEKLA styrkir enn stöðu sína í byrjun árs sem það bílaumboð sem hefur mest úrval, flestar tegundir og selur flesta vistvænu bílana. Í janúar var Hekla með 69,12% markaðshlutdeild á vistvæna markaðnum á Íslandi, sem er 7 prósentustiga aukning frá síðasta ári en það bílaumboð sem næst kemur hefur 14% hlutdeild. Fimm af sex vinsælustu raf- og tengiltvinnbílunum koma frá Heklu, en það eru Mitsubishi Outlander PHEV, Volkswagen e-Golf, Audi A3 e-tron, Volkswagen Passat GTE og Audi Q7 e-tron.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.