Innlent

Gunnar leiðir lista Sjálfstæðismanna á Akureyri

Atli Ísleifsson skrifar
Gunnar Gíslason, Eva Hrund Einarsdóttir, Þórhallur Jónsson, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Berglind Ósk Guðmunds and Þórhallur Harðarson.
Gunnar Gíslason, Eva Hrund Einarsdóttir, Þórhallur Jónsson, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Berglind Ósk Guðmunds and Þórhallur Harðarson. Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri
Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, var í dag kjörinn til að leiða lista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Gunnar leiddi einnig listann í kosningunum 2014.

Gunnar hlaut 86 atkvæði á fundi aðal- og varamanna í fulltrúaráði flokksins sem haldinn var í Brekkuskóla á Akureyri í dag. Axel Darri Þórhallsson hlaut sautján atkvæði í fyrsta sætið og aðrir samtals átta. Ógild og auð voru tvö.

Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi var ein í kjöri í 2. sæti listans og taldist því sjálfkjörin. Þórhallur Jónsson var kjörinn í 3. sæti listans, Lára Halldóra Eiríksdóttir 4. sæti, Berglind Ósk Guðmundsdóttir 5. sæti og Þórhallur Harðarson 6. sætið.

Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar náðu samkomulagi um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar eftir kosningarnar 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×